Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Valshamar – ný leið › Re: svar: Á að bolta Stardal?
Klassískt umræðuefni. Hingað til hafa flest gömlu brýnin verið sammála um að Stardalur skuli vera óflekkað mekka dótaklifrans.
Það er enginn vafi um að Stardalur yrði mun meira klifinn. Þar á meðal af undirrituðum. Hef sjálfur mjög gaman af léttu dótaklifri, en fjölbreytni er af hinu góða. Það væri fínt að hafa þarna ögn erfiðari boltaðar leiðir.
Það er stundum talað um að halda leiðum óskemmdum fyrir ókomnar kynslóðir klifrara. Ég er hallur undir að það sé mikilvægt. Það er líka talað um afturkræfa eða óafturkræfa nýtingu á náttúrunni. Að bolta tortryggða sprungu er afturkræft frá augum dótaklifrarans, er það ekki — eða hvað?
Persónulega mundi ég aldrei taka í mál að bolta „klassískar“ sprunguleiðir, enda örugglega enginn að tala um það. Spurningin er hinsvegar hvar og þá hver á að draga mörkin. Þegar einu sinni hefur verið boltað er alltaf freistandi að bolta meira, jafnvel einhverjar „klassískar“ leiðir. Þyrfti ekki líka að taka tillit til byrjenda og bolta einhverjar léttar leiðir þétt.
Hvað með þann hluta Stardals sem minnst eru klifnir, þeas. vestan Skottsleiðar. Væri hugsanlegt að bolta þar einhverjar leiðir?
Hér er að lokum smá bútur úr fundargerð af stjórnarfund Ísalp um árið. Ég vona að þáverandi og núverandi stjórnarlimir fyrirgefi mér fyrir að hafa ekki fengið formlegt leyfi fyrir birtingu:
==================================
dags: 08.10.03
ritað af: Andri Bjarnason
Stjórnarfundur Ísalp 8. október
Fundarstaður: Skútuvogurinn
Mættir: Andri, Helgi, Unnur og Þorvaldur
Fundur hófst á slaginu 20:32
1. Helgi talaði um að það vantaði aðgengilegar boltaðar ofanvaðsleiðir í nágrenni Reykjavíkur fyrir þá sem eru að byrja og hafa hingað til bara klifrað innandyra. Þetta er næsta skrefið fyrir nýja klettaklifrara. Undirtektir góðar. Helgi stakk upp á skoða klettana vestast í Stardalshömrum, vestan við Skotsleið, með tilliti til þessa. Þar er lítil hefð fyrir dótaleiðum. Leiðirnar þurfa að vera aðgengilegar ofan frá og vera styttri en 25m. Boltarnir þurfa að vera uppi á brúninni og keðjan þarf að ná út yfir brúnina. Unnur benti á kletta nærri Grindavíkurvegi sem fáir vissu af. Fólk var sammála um að þeir koma líka sterklega til greina. Hugsanlega betri kostur en Stardalurinn. Skoða þarf málið betur m.t.t. boltunar, að bolta í Stardalnum er vafasamt og þyrfti að leggjast undir dóm klifursamfélagsins. Eeeennn hugmyndin er góð!
…
==================================
kveðja
Helgi Borg