Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › „Ice-Bjorg“ › Re: svar:
29. mars, 2009 at 18:56
#54048

Participant
Já þau eru búin að vera með slatta af upplýsingum um klifur á síðunni sinni í nokkurn tíma, pósta myndum og einhverjum lýsingum á þessu. Hlöðver á Björgum er alger snillingur og hefur svo mikinn áhuga á þessu klifurstússi fólks að það er yndislegt. Alger skylda að heyra í honum áður en brunað er í gegn og farið að klifra.
Það eru nú alveg sóknarfæri í svona löguðu fyrir nokkra í kringum landið. Mér dettur nú í hug hann Jón Þórðarson á Bíldudal sem var „gestgjafi“ okkar á ísefestivalinu í ár. Hann rekur fína síðu og ekki væri verra að hafa þar svæði sem væri spes um þessa hluti.