Re: Suðurjöklahringur

Home Umræður Umræður Almennt Færið á Hnjúkinn Re: Suðurjöklahringur

#48674
0801667969
Meðlimur

Lögðum þrír íann úr Tindfjallaskála skömmu fyrir hádegi á skírdag í súld og krapaleg. Stigum á skíðin við skálann. Efst á jöklinum birti til og í frábæru veðri var skíðað niður jökultunguna sem liggur niður að austan. Eftir að jökli sleppti tóku við grænar mosagrundir og skíðin því öxluð. Gengum allar Emstrurnar í myrkri og mikilli aurbleytu. Erfiðast að ekki var hægt að setjast niður eða leggja neitt frá sér. Komum í Botnaskálann farinn að ganga þrjú um nóttina.
Stebbi P. ákvað að verða þarna eftir en við Árni Sigurðs. lögðum í ann 9 um morguninn í algjörri heiðríkju og sumarhita. Á Entujökulinum var skíðað á ís upp í 900 m hæð. Á há-Mýrdalsjökli var vestan strekkingur, frostúði að blint. Skíðuðum vestur af Goðabungu í rökkri og engu skyggni. Á Fimmvörðuhálsi var þungt blautt nýsnævi. Komum í Útivistarskálann eitt um nóttina.
Lögðum af stað vestur yfir Eyjafjallajökul kl. eitt í pollagallanum í súld en stilltu. Eltum gönguskíðaslóð sem beygði til suðvestur þegar kom upp undir gíginn (hugsanlega niður að Seljavöllum). Fórum í blindbil yfir gíginn og rákumst á tvær sæmilega opnar sprungur þegar farið er upp úr gígnum vestanverðum. Telemarkað var niður frábærar skíðabrekkur þegar komið var niður af jökli norðaustan Dagmálafjalls og komum um 11 leytið niður að Stóru-Mörk eftir frábæran gönguskíðatúr.
P.S. Hittum aldrei vélknúið ökutæki í túrnum (jú 3 kyrrstæða jeppa í skálanum á Mosum).

Kv. Árni Alf.