Re: Re:Takk fyrir mig!

Home Umræður Umræður Almennt Takk fyrir mig! Re: Re:Takk fyrir mig!

#55299

Já þín verður sárt saknað satt að segja enda ómetanlegt starf sem þú hefur unnið fyrir klúbbinn. Það fór reyndar allt í rugl eftir að þú fórst, vefurinn hrundi og allt í volli :)

En það er ekki eins og þú sért alveg sloppinn, það verður örugglega leitað til þín í framtíðinni. Eins og mig gruni að við munum eitthvað bögga þig í sambandi við næsta ársrit endar reynslubolti í tengslum við það.

Eins vil ég hvetja aðra fyrrverandi stjórnarmeðlimi að gleyma okkur ekki alveg og leggja áfram sitt af mörkum fyrir klúbbinn. Það sama á við um aðra almenna félagsmenn, saman sjáum við til þess að starfið sé áfram öflugt.

Eins og Skabbz benti á þá kom inn nýtt fólk og með nýju fólki koma nýjir straumar. Hlakka til að vinna með því.

Þakka þér Skarphéðinn, Björk og Braga fyrir gott samstarf.

Kv. Björgvin