Takk fyrir mig!

Home Umræður Umræður Almennt Takk fyrir mig!

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47092
  Skabbi
  Participant

  Eins og allir vita fór aðalfundur Ísalp fram um miðja síðustu viku. Á þessum mjög svo fámenna aðalfundi lauk þriðja kjörtímabili mínu í stjórn klúbbsins. Ég ákvað að láta það gott heita í bili og leyfa öðrum að komast að.

  Á þessum þremur árum sem ég sat í stjórn voru mörg brýn mál tækluð og ég er stoltur af því starfi sem við höfum unnið. Mörg áhugaverð verkefni bíða næstu stjórnar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeim muni færast verkin vel úr hendi og óska þeim Helgu Maríu, Guðmundi Frey og Arnari velfarnaðar á komandi starfsári.

  Takk fyrir mig!

  Skabbi

  #55299

  Já þín verður sárt saknað satt að segja enda ómetanlegt starf sem þú hefur unnið fyrir klúbbinn. Það fór reyndar allt í rugl eftir að þú fórst, vefurinn hrundi og allt í volli :)

  En það er ekki eins og þú sért alveg sloppinn, það verður örugglega leitað til þín í framtíðinni. Eins og mig gruni að við munum eitthvað bögga þig í sambandi við næsta ársrit endar reynslubolti í tengslum við það.

  Eins vil ég hvetja aðra fyrrverandi stjórnarmeðlimi að gleyma okkur ekki alveg og leggja áfram sitt af mörkum fyrir klúbbinn. Það sama á við um aðra almenna félagsmenn, saman sjáum við til þess að starfið sé áfram öflugt.

  Eins og Skabbz benti á þá kom inn nýtt fólk og með nýju fólki koma nýjir straumar. Hlakka til að vinna með því.

  Þakka þér Skarphéðinn, Björk og Braga fyrir gott samstarf.

  Kv. Björgvin

  #55300
  0111823999
  Meðlimur

  Þakka ykkur öllum vel unnin störf, leiðinlegt að fá ekki að starfa með ykkur í stjórn ;)

  Hefðum þurft að taka kveðjusöng á fundinum en þar sem það klikkaði þá kemur hann hérna =
  For they’re a jolly good fellow, for they’re a jolly good fellow
  For they’re a jolly good fellow (hold then)(pause), which nobody
  can deny
  Which nobody can deny, which nobody can deny
  For they’re a jolly good fellow, for they’re a jolly good fellow
  For they’re a jolly good fellow (hold then)(pause), which nobody
  can deny!

  Sorry bara varð haha ;)

  En ég þakka hvetjandi orð. Ég tek við mínu starfi full tilhlökkunar og vona að við náum að halda áfram með þá uppbyggingu sem þið hafið unnið að síðust ár.

  kv,
  Helgan

  #55302
  3110665799
  Meðlimur

  Takk sömleiðis Skabbi skörungur!
  Í þér býr mikill kraftur og gaman að hafa fengið þó ekki nema væri brot af því á þeim augnablikum sem samstarf okkar var.
  Reyndu nú að sinna fjöllunum að meiri krafti.
  kv
  Valli

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.