Re: Re:Sjaldan er ein sprungan stök..

Home Umræður Umræður Almennt Sjaldan er ein sprungan stök.. Re: Re:Sjaldan er ein sprungan stök..

#55151
Karl
Participant

Bendi mönnum á að halda áfram lestri jeppamannablogs

Maður sem hefur atvinnu af akstri ferðamanna á blöðrujeppa virðist telja eigin vankunnáttu eðlilegt ástand og leggur til að komið verði upp kortum á krossvið við helstu aðkomuvegi að jöklum sem sýni hvar sé hættulaust að ferðast…
9/2 kl 15:54 http://f4x4.is/index.php?p=127451&jfile=viewtopic.php&option=com_jfusion&Itemid=228#p127451

Sá sem á eftir honum skrifar kl 22:19 leggur til að símsvaraþjónusta segi mönnum hvað er óhætt….

Til að setja þessa speki í samhengi þá er þetta sambærilegt við hugmyndir um krossviðarspjald á Ingólfsgarði sem sýnir sjófarendum öldufría leið út Faxaflóann…- Eða krossviðarspjald er sýni snjóflóðafríar skíðaleiðir á Tröllaskaga, -nú eða við Hvalfjarðargatnamót væri skilti sem sýndi örugga leiðir upp Þilið í Eilífsdal. Hugmyndir um sömu uppl. úr símsvara eru álíka gagnlegar.

Ég heyrði fyrir löngu þá gamansögu að Nýsjálenskir jöklar þættu öruggastir yfirferðar að hausti, -því þá væru allar sprungur fullar af Áströlum!
Broddurinn í sögunni er auðvitað sá að heimamönnum hefur ekki þótt fyrirhyggja og kunnátta nágrannanna upp á marga fiska og afföll á þeim verið umtalsverð.
Í þessu tilviki hafa Ástralarnir þá afsökun að vera á jökli í fyrsta skipti og vankunnáttan því auðskýrð.

Á Íslandi þykir hinsvegar eðlilegt að menn ferðist árum saman um jökla án þess að hafa lært eða ætla sér að læra undirstöðuatrið um öryggi á jöklaferðum….

Þetta verður ekki leyst með krossviðarspjöldum eða símsvörum.
Ekki var hægt að sjá að jeppaferðafélagið 4×4 hafa markað sér stefnu í þessum efnum.

Sammála Hlyn að menn verða að sýna ferðamennskunni þá virðingu að læra helstu atriði um eiginleika jökulíss og samspil við landslag og yfirborðshalla, -og svo auðvita þessa hefðbundnu fræði um öryggi á sprungusvæðum og umferð um sprungur.