Re: Re:Klettaklifurfestival

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klettaklifurfestival Re: Re:Klettaklifurfestival

#55503
gulli
Participant

Já, það gekk vísu á ýmsu um helgina en allir voru sáttir þegar upp var staðið. Úrslitin voru þessi:

Í stigakeppninni:

1. Katrín Möller og Danni Máss.
2. Stebbi Smára og Jón Viðar
3. Róbert og Sigurður Tómas

Lengdarmetrar:

1. Róbert og Sigurður Tómas
2. Stebbi Smára og Jón Viðar
3. Katrín Möller og Danni Máss.

Fleiri lið voru auðvitað mætt til leiks en bara komust ekki á blað. Er því miður ekki með nákvæman fjölda stiga eða lengdarmetra.

Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki. Glacier Guides gáfu fyrstu verðlaun í stigakeppninni, jöklagöngu fyrir tvo. Fyrir annað og þriðja sæti var ís frá Árbæ og voru menn einstaklega ánægðir með verðlaunin sín.

Sundlaugin á Svínafelli styrkti okkur einnig og gaf verðlaun fyrir öll sæti í lengdarmetrum, frítt í sund!

Síðan voru það þær Lóa og Rakel sem fengu verðlaun fyrir flottustu tónlistina og gaf plötubúðin Havarí þeim sitt hvort settið af geisladiskum, m.a. Hitaveituna og Terminal með Hjaltalín.

Annað sem vert er að taka fram er að nú er kominn gafl í tóftina og þetta því orðið hið besta skjól fyrir veðri og vindum.

Annars bara takk til allra sem lögðu hönd á plóg!