Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

#57849
Otto Ingi
Participant

Svona til að bæta minni stuttu reynslusögu við, keypti mér mín fyrstu fjallaskíði síðasta vetur.

Ég á Dynafit Manaslu skíði 178 cm 122x95x104 með dynafit bindingum.

Þetta valdi til að hafa sem minnsta þyngd, en svona núna eftir að hafa rennt mér á skíðunum í hálfan vetur myndi ég fara í aðeins stífari skíði. Ég myndi ekki vilja mikið meiri breidd í skíði sem ég nota svona alhliða.
Er hinsvegar mjög sáttur með dynafit bindingarnar, þær þola miklu meira heldur en ég þorði að vona.
Einhver sagði mér að ég þyrfti að kaupa mér fjögra smellu skó og ég fylgdi því bara í blindni, hef engan samanburð en ég er allavega sáttur með fjögra smellu skónna mína.