Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

#57846
1001813049
Meðlimur

Sæll,

Er að spá í að hætta mér í þessa djúpu laug og segja hvað mér finnst.
Ég er sammála Himma og Palla um að það er gott að eiga fleiri en eitt par ég á sjálfur fleiri en eitt. En ég vill samt meina að þú ættir að geta fundið góð skíði sem geta flest en það verður svosem alltaf ákveðin málamiðlun.
Ég á bæði Hellbent 189 2011 (púður) og Obsethed 189 2009 (púður og harðfenni og allt þar á milli) bæði frábær skíði bæði með Marker Duke. Þetta eru bæði þung og öflug skíði en þannig vil ég hafa þau þó það sé ókostur á leiðinni upp þá fer ég bara upp til að fara niður en ekki öfugt.
Ég er mikill K2 sukker og þó ég viti ekkert um hvernig skíðamaður þú ert eða hvar þú villt skíða þá gæti ég trúað að K2 Kung Fujas gætu verið góð í allt. Vonandi verðuru einhvers vísari annars held ég að við ættum að hætta að eyða tíma okkar á þessu spjalli.
Óþarflega breið skíði eru ekki til en hins vegar ættu allir að komast af á 110mm mitti ef það er ekki nóg þá er eitthvað annað að. Ávinninur af 120mm er að þú rúlar á púðurdegi sem er besti dagur ársins og færð fullt af athygli í röðinni í Fjarkann
Kv KM