Re: Re: Sólheimajökull 15.des

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Re: Sólheimajökull 15.des

#57239
Arni Stefan
Keymaster

Við Jonni fórum í Tröllafossinn í dag. Hann er nánast alveg frosinn nema hvað að vinstra megin í honum sprautast út um stórt gat. Gilið er pakkað af snjó og sáum að það hafði verið eitthvað á hreyfingu þannig við sigum niður fossinn sjálfann og tókum nokkrar ferðir hvor í toprope.

[attachment=363]Trllafoss19.12.11-12.jpg[/attachment]

Fossinn er ekki nema um 10-15m og klifrið mjög þægilegt. Ef menn eru vel jeppaðir er hægt að keyra alla leið inn að fossinum en ég mæli þá amk með því að hafa skóflu í bílnum. Við gengum frá veginum sem liggur inn að Hrafnhólum, u.þ.b. 2km rölt.