Re: Re: Síðan og spjallið

Home Umræður Umræður Almennt Síðan og spjallið Re: Re: Síðan og spjallið

#57035
0801667969
Meðlimur

Umræðan byrjaði með að hér væri ekki nógu mikið líf. Þyrfi að breytast til að líkjast facebook með öllum sínum „like“um og vinsældakosningu.

Ég hef áður bent á að fara varlega í breytingar á heimasíðum. A.m.k. á síðum sem eru sæmilega lifandi og einhver umræða á sér stað.

Síða Landsbjargar og HSSR eru góð dæmi. Þar blómstraði oft á tíðum mjög lífleg umræða. Steindauðar síður í dag sem engin lítur á. Allt í kjölfar „fancy“ breytinga. Ekkert spjall, engin skoðanaskipti.

Megin galli breytinganna núna er hversu fáir þræðir eru á forsíðunni. Þræðirnir hverfa þarmeð mjög fljótt út af henni. Fólk sem ekki er stöðugt á síðunni missir af umræðum (þráðum) og hún deyr sjálfkrafa út. Að þessu leyti náum við að líkjast facebook vel a.m.k. helsta galla facebook. Mikil afturför að mínu mati og þyrfti að breyta.

Kv. Árni Alf.