Re: Re: Ólafsfjarðarmúli 18-21.des

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Re: Ólafsfjarðarmúli 18-21.des

#57271
Steinar Sig.
Meðlimur

Fór ásamt Óla Magg og Guðna í Brynjudal annan í jólum. Klifum tvær leiðir í breiðri ísbreiðu rétt ofan við og innan við Ingunnarstaði, nánartiltekið beint upp af áratugagömlu vörubílahræjunum. Fullt af ís þarna um 20-40 metra hár af 2-4 gráðu.

Virtum fyrir okkur Þrándarfoss. Hann er líklega vel kleifur, þó glitti í mikinn vatnselg inn í honum. Annars er allt fullt af fínum ís þarna í dalnum.

Á jóladag fórum við Óli hálf mislukkaðan túr upp eitt gil í Þyrlinum. Það reyndist öllu snjó og íslausara en okkur hafði sýnst frá veginum. Varð því lítið meira en göngutúr með minniháttar brölti.