Re: Re: [ÓE] Fjallaskíðaskór

Home Umræður Umræður Keypt & selt [ÓE] Fjallaskíðaskór Re: Re: [ÓE] Fjallaskíðaskór

#56114
1908803629
Participant

Þó ég sé þannig séð sammála öllu sem Maggi segir þá byrjaði ég á að kaupa hræódýra skíðaskó og skíðaði á þeim í einn vetur (var ekkert voðalega oft) og komst þannig að tvennu:
1) Fokk hvað þetta var gaman og ég varð þá betur viss um að ég var tilbúinn að eyða stórum seðlum í þetta frábæra sport
2) Ég vissi upp á hár hvernig skíðaskó ég vildi eftir þessa „aðlögun“ inn í sportið.

Í ljósi þess að stórfótur (Gummi) er að skoða það að byrja í sportinu þá finnst mér ekkert sjálfgefið að splæsa strax í einhverja glansandi fína skó, sem jafnvel eru ekki það sem hann vill að lokum…

Hitt er síðan að líkurnar á því að Gummi finni notaða skó á Íslandi sem passa á sig eru svo gott sem engar og því endar þetta eflaust á því að kappinn splæsi í eitthvað sem krefst greiðslumats ;-)