Re: Re: [ÓE] Fjallaskíðaskór

Home Umræður Umræður Keypt & selt [ÓE] Fjallaskíðaskór Re: Re: [ÓE] Fjallaskíðaskór

#56090
0801852789
Meðlimur

46-47, hvaða vax er best að nota undir þessa stærð =D

Annars, Gummi er lang best að fara í Íslensku búðirnar finna skó sem henta fætunum á þér, flestir þessir alvöru fjallaskíðaskór eru komnir með svona „shake and bake“ m.ö.o innri sokk sem aðlagar sig að fætinum.

Eftir að þú hefur fundið skóin sem passar þér er svo bara að panta á netinu nýja skó.

Þú mátt renna þér og ganga á tréskíðum en skórnir verða að vera 100% annars ertu með sár á allskonar stöðum aumur og getur ekki beitt þér eins og þú gætir.

Kannski er þetta bara mínar dillur en ég er alfarið á móti kaupum á notuðum skóm til skíðamennsku nema fyrir einhver vetrarfrí í Versló. Þú getur verið á dýrustu skíðum í heimi en skórnir sem Jón Útí bæ er búin að laga að sýnum fæti gera fótunum á þér lífið leitt.

Fjallaskíðaskór eru dýrir vegna þess að þeir eru hannaðir á 2 vegu s.s Göngu og Skíðun, sumir endast líka einstaklega ílla vegna þess að þeir eru að reyna ná vigtinni niður, minni vigt=minna efni í skónum= mun hraðara slit.

Ef þú finnur ónotaða notaða skó sleppur þetta en ekki setja skíðaferilinn í hættu með að versla þér skó sem henta ekki 100% og enda á því að skíða brekkuna eins og timbruð Soffía frænka vegna þess að þú er komin með blæðandi sár á ristina.