Re: Re: Nýjar ísleiðir 2010-2011

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar ísleiðir 2010-2011 Re: Re: Nýjar ísleiðir 2010-2011

#56525
oskarara
Meðlimur

Frumfarnar voru þrjár stuttar ísleiðir laugardaginn 12.3.11 í Nesjasveit við Hornafjörð. Leiðirnar eru í röð ísfossa sem koma úr dalverpi austan við Krossbæjartind, beint upp af bænum Lindarbakka um 10km frá Hornafirði. Klifrarar Óskar Ara og Haukur Ingi Einarsson.

Fyrsta leiðin er í ísfossi bakvið áberandi stuðlabergsstapa, sem sést vel frá þjóðveginum. Hún hlaut nafnið Larsen og er WI4 og er um 25 m,leiðin var klifinn í einni spönn, góður ís og auðvelt að koma fyrir millitryggingum. Fossinn á skuggsælum stað. Óskar leiddi, Haukur tryggði.

Næsta leið var nefnd Broddgölturinn vegna sérstakra grýlukertamyndana til hliðar við leiðina. Stutt W4 10m leið, í raun tjald sem kemur vel frá klettavegnum á kafla. Frekar kertað og lítið hald í millitryggingum. Góður grjóthnulli til að tryggja í ofan við leiðina Ein spönn. Óskar leiddi og Haukur tryggði.

Þriðja og síðasta leið dagsins fékk nafnið Litli putti, WI4 20-25m mjög kertað og lítið í millitryggingum, mjög frauðað síðustu metrana, hol og sólbökuð í þokkabót ein spönn. Smá brölt við að finna gott „matreal“ í akkeri ofan við leiðina.Óskar leiddi og Haukur tryggði.

Góður dagur í mögnuðu veðri, einn af mjög fáum hér á s-austurhorninu eftri áramót. Fór að hlýna vel er leið á daginn, og bráðnunin fór af stað á ógnarhraða. Mynd Skari og Littli putti Litli_putti_II.jpg