Re: Re: Nýjar ísleiðir 2010-2011

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar ísleiðir 2010-2011 Re: Re: Nýjar ísleiðir 2010-2011

#55869
0304724629
Meðlimur

Bið Búbbi og Danny klifruðum nýja leið í Kálfadal á Óshlíðinni laugardaginn 27. nóvember. Fyrsta spönnin er 40 metrar og ca 4 gráða þar til efst er komið. Þá tekur við stórt yfirhangandi þil sem þurfti ansi margar tilraunir til að sigrast á. Það var það utarlega að við sigum niður án þess að snerta ísinn, fyrr en alveg neðst. Við tókum síðan tvær spannir ofan við krúxið sem voru 3-4 gráða. Samtals ca 120 metrar.

Nafn: Virgin Symphony

Á myndinni er ég að reyna að leysa krúxið. Gafst upp eftir fjórar tilraunir. Danny tókst það í fjórðu tilraun eftir að hafa misst aðra exina, sigið niður, fengið klapp á bakið og aðra öxi…!