Home › Umræður › Umræður › Almennt › Nýir gönguskór? › Re: Re: Nýir gönguskór?
10. janúar, 2011 at 20:50
#56120

Meðlimur
Hef átt 13 pör af Scarpa telst mér til sl. 20 árin, af mörgum tegundum og gerðum. Ég er með frekar breiðan fót og virðist ekki passa í neitt annað, hef reynt aðrar tegundir og það endar yfirleitt með fótsárum.
Ladakh / Hekla eru mjög þægilegir skór með ágætis endingu, hef þverað landið norður/suður í þeim tvisvar án þess að fá svo mikið sem fótsár. Þetta eru mjúkir skór og endast mér ca. 6-700km per sóla, leðrið endist auðvitað lengur.
Það er auðvitað hægt að fá stífari og endingarbetri tegundir með harðari sólum, en þá aukast líkur á fótsárum til muna.