Re: Re: Nýir gönguskór?

Home Umræður Umræður Almennt Nýir gönguskór? Re: Re: Nýir gönguskór?

#56132
1506774169
Meðlimur

Ég er enn að slíta út áratugs gömlu pari af Scarpa sem eru orðnir hræðilegir útlits. En virka þó! Vinur minn og ferðafélagi er að nota einhverja La sportiva hálf stífa skó sem eru rauðir og virðast vera frábærir. Held að þú ættir bara að máta þig áfram eins og kemur fram hér að ofan.

Svo er þetta með innleggin. Skósmiður hér í bæ sem ég talaði við benti mér á að það þarf að skipta um innlegg í mikið notuðum gönguskóm amk 1 skipti á ári. Maður heyrir oft af fólki sem er með 5 ára+ gömul innlegg og þau eru orðin að engu og valda því að menn fá verki undir fæturna eftir langa daga. Generic innleggg hjá skósmið kosta ekki nema svona 1000-1500 krónur og gera gæfumun!