Re: Re: Nýir gönguskór?

Home Umræður Umræður Almennt Nýir gönguskór? Re: Re: Nýir gönguskór?

#56125
2808714359
Meðlimur

Blessaður kallinn, gönguskór eru eilífðar spurning, það er svo misjafnt hvað hentar mönnum. Scarpa skórnir sem flestir eru með eru frábærir skór og á ég 2pör af svoleiðis skóm. Málið er að það eru skórnir sem fást allstaðar og mjög margir hafa ekki prófa neitt annað.

Ég á núna þessi 2 pör af Scarpa Ladak, eitt par af frekar stífum Meindl Matterhorn og svo mjög stífa LaSportiva Spantic. Ég er með breiða fætur og þurfti að ganga Scarpa skóna mikið til en mun minna bæði með Meindl og La Sportiva skóna.
Ég nota La Sportiva skóna ís og alpaklifur en keypti Meindl skóna fyrir sumarferðir á jökla en hef svo farið í að nota þá í allt sumarstúss í staðinn fyrir Scarpa skóna þar sem mér finnast þeir þægilegri.

Mátaðu sem flesta skó og kauptu það sem passar þér best, Scarpa, La Sportiva, Meindl eða eitthvað annað.

kv
Jón H