Re: Re: Múlafjall og Spori 30.nóvember

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Re: Múlafjall og Spori 30.nóvember

#57092
Arni Stefan
Keymaster

Ég, Helgi og Rúna klifruðum Ýring í dag í frekar þunnum aðstæðum mikið af frauði og ennþá meira af snjó og á köflum tortryggður. Seinasta spönnin var mjög kertuð en svosem allveg slatti af ís þar, mun meira en neðar í leiðinni, klifruðum hana samt ekki.

Annars er Brynjudalurinn allur að detta inn en þarf kannski nokkra daga en til að verða góður. Okkur sýndist Óríon vera byrjaður að myndast en sáum ekki hversu mikið. Renndum svo út að Múlafjalli, þar var eitthvað af ís en þarf líklega meiri tíma.