Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

Home Umræður Umræður Almennt Meira af afrekum ferðaþjónustunnar Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

#57053
Sissi
Moderator

Erum við ekki að fókusera á aðeins vitlausa hluti? Mér sýnist að uppgangur í fjallaleiðsögn hafi gert býsna mikið til að lífga upp á fagmennsku hérna heima, gefið Ísölpurum færi á að krafsa inn aukapening af og til (ég er einn af þeim) og ekki þvælst fyrir okkur þar sem ekki veit ég til þess að amast hafi verið á neinn hátt við mönnum þó að þeir ferðist á einkavegum á svæðum þar sem er verið að gæda á fjöll/ís/skíðun. Þá leiðir þetta einnig til þess að við erum núna að skipa Undanfarahópana okkar með fagmönnum sem eru á fjöllum allan ársins hring.

Ef það er sett upp einhver aðstaða sem er smekkleg við bissí ferðamannastaði flokka ég það sem landvernd, fólkið kemur einnig þarna á eigin vegum og það þarf amk. að gefa því færi á að fara á salernið. Straumurinn á þessum helstu stöðum á hálendinu er býsna mikill og átroðningurinn eftir því. Það þýðir bara stíga og klósett hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Auðvitað þarf að huga að því samt að halda ósnortinni náttúru og standa á bremsunni og ber auðvitað að fagna því að menn hugsi út í það. Við viljum jú geta komist í ósnortna náttúru.

Það sem ég hef hinsvegar áhyggjur af þessa dagana eru aðgengismál. Ég sé fyrir mér að á allra næstu árum verður okkur bannað að klifra, keyra og hjóla á stórum svæðum. Þetta er hlutur sem við verðum að setja okkur í stöðu til að berjast gegn, það er skuggalegt að sjá þessar pælingar í Vatnajökulsþjóðgarði að enginn nema ferðaþjónustuaðilar megi aka inn á ákveðin svæði. Síðan eru menn að banna hjólreiðar á sumum af þessum stöðum. Svoleiðis rugl gengur ekki og við þurfum að passa upp á það.

Sjá umræðu um daginn: http://www.isalp.is/forum/5-almennt/12160-umhverfis-og-aegengismal.html

Þarna eigum við að fókusera, ekki rífast um klósettskúra.

Sissi