Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

Home Umræður Umræður Almennt Meira af afrekum ferðaþjónustunnar Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

#57051
0801667969
Meðlimur

„Bætt aðgengi“. Þetta er einmitt stóra málið. Hljómar frekar sakleysislegt. Er samt í flestum tilvikum annað orð yfir stórfelld landspjöll. Uppbyggður heilsársvegur þýðir mikið rask og verður alltaf mikið lýti í náttúrunni.

Ívar vill slíkan veg að Sólheimajökli. Einhver annar vill veg inn að Hengifossi. Aðrir uppbyggðan veg inn í Landmannalaugar, Þórsmörk og svo framvegis. Og enginn veit hvar á að stoppa. Og vilja það kannski ekki.

Af hverju ekki að láta túristann borga fyrir það sem hann vill eða þarf að komast? Af hverju þarf að nauðga náttúrunni með fjármunum úr vasa skattborgara? Allt til að ferðaþjónustan komist létt frá þessu?

Ekki eru mörg ár síðan að með einni blaðagrein stöðvaði ég lagningu uppbyggs heilsársvegar inn á Þórsmörk. Meðal þess sem gera átti var risavaxið bílastæði með alls konar skúrum með þjónustu við Lónið við Gígjökul. Þetta töldu ferðaþjónustuaðilar á svæðinu (FÍ, Útivist og Kynnisferðir) alveg bráðnauðsynlegt. Þrátt fyrir að þetta bætta aðgengi sé ekki til staðar komast menn enn inn á Þórsmörk án vandkvæða. Og hafa alltaf gert.

Að það þurfi húskofa við hvern einasta stað sem stoppað er á er einfaldlega ekki rétt.

Það er ákveðin græðgisvæðing í ferðaþjónustunni. Og menn vilja leyfa sér allt í skjóli bágs efnahags. Ég held að menn ættu aðeins að staldra við. Draga andann og líta í kringum sig.

Þetta er ferðaþjónustunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma litið.

Kv. Árni Alf.