Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

Home Umræður Umræður Almennt Meira af afrekum ferðaþjónustunnar Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar

#57067
Steinar Sig.
Meðlimur

Ferðaþjónustan er komin til þess að vera. Sem betur fer.

Það sem þarf að gera er að skilgreina svæði eða staði og ákveða hverskonar uppbygging eigi við hvar.

Fyrir mér er Sólheimajökull dæmi um stað eins og Þingvelli, þar sem að aðgengið á að vera með besta móti. Helst vildi ég sjá mjóan og hlykkjóttan malbikaðan veg inn að Sólheimajökli. Veg eins og liggur um Þingvallasvæðið. Inni við jökul væri bílastæði sem annaði umferðinni og einhverskonar falleg móttaka. Þessi móttaka á ekki að eiga neitt skylt við gámabyggð, heldur þyrfti hún að falla vel að umhverfinu. Í móttökunni væri hægt að fá kaffi og sérbökað vínabrauð (engar pylsur) og einhver aðstaða fyrir fyrirtæki sem eru með ferðir á jökulinn.

Með þessu er einfaldlega hægt að gera Sólheimajökul að standard skriðjöklinum sem meðaltúristinn fer á. Þó mér þyki mjög vænt um Sólheimajökul, þá er hann ekkert einstakur jökull. Við eigum marga svipaða og nær ókannaða. Þeir sem að vilja fullkomlega ósnortna náttúru geta einfaldlega gengið að Kötlujökli eða Klifurárjökli.