Home › Umræður › Umræður › Keypt & selt › Klifurbelti til sölu. › Re: Re: Klifurbelti til sölu.
Svona fyrst þessi umræða er komin upp þá var ég einmitt að rekast á grein um þetta efni nýlega:
http://backcountrybeacon.com/2010/10/climbing-gear-inspection-ropes-harnesses-helmets/
Þeir eru reyndar ekki með ártölu á þetta en ég held að ágæt þumalputtaregla með nylon og hjálma sé að nota ekki neitt slíkt lengur en 5 ár (línur, slinga, prússika – og náttúrulega hjálma) að því gefnu að meðferð sé góð, notkun hófleg, ekkert stórt fall etc komi uppá. Annars styttist þessi tími, jafnvel í 2-3 síson.
Og það segir sig sjálft að um leið og það sést eitthvað á þessum búnaði (þ.e. eitthvað annað en að hann verði smá úfinn), misjafnt slit eða sjáanlegar skemmdir á að klippa þetta niður (svo enginn asni hirði þetta úr ruslinu) og henda því.
Eða þið getið búið til mottu: http://www.summitpost.org/article/263578/so-you-want-to-make-a-rope-rug-eh.html
Ég klippti niður eitt stk Petzl Guru í síðustu viku (sem hefði reyndar átt að fara þá leið fyrir svona 2-3 árum). Og henti sjittlód af slingum.
Ég meina – sumir kaupa ný skíði nánast á hverju sísoni en nota einhverja forngripi í klifrið, eina sportið þar sem það er bókstaflega lífsspursmál að dótið sé í toppstandi.
Hvet alla til að taka til í geymslunni, setja slatta í ruslið og koma með rest á útbúnaðaruppboðið.
Svo er líka gaman að eiga nýtt og fínt dót.
Sissi hættir að ranta í bili.