Re: Re: Klifurbelti til sölu.

Home Umræður Umræður Keypt & selt Klifurbelti til sölu. Re: Re: Klifurbelti til sölu.

#55700
2806763069
Meðlimur

Já, já, já, bla, bla, bla! Þar sem Sissi saknar þess svo mikið að láta rassskella sig og biður svo fallega þá getur Hardcore bara ekki neitað honum lengur. Aldrei þessu vant verður Hardcore að segja að hann er sammála Kalla Klingon. Það er rosalega lífseigt í þessum bransa að klifurbúnaður sé búinn til úr einhverjum spes geymaldar efnum sem hafa órtúlega hæfni til að gjöreyðileggjast við litla eða enga notkunn. Halló, þetta er úr sama efni og skoppara-jakkafötin þin Sissi! Og þau eru í fínu lagi, þó að bleik jakkaföt virki reyndar ekki oft (nema maður sé Jón Gnarr).
Notið draslið, þvoið það með smá sápu í köldu vatni, gerið hvað eina sem ykkur sýnist. Ekki hellda yfir það olíum og geymasýru. Og þegar liturinn er kominn úr tísku eða það eru sjáanlegar skemmdir er kominn tími til að skipta þessu út (10 ára gamalt drasl ætti að vera ónýtt fyrir löngu ef það fær einhverja notkunn. Slingin ættu að hafa verið skilinn eftir í einhverri epískri alpa leið, línan ætti að vera orðin svo loðin að hún sígur í sig vatn eins og Alway Ultra og beltið er fyrir löngu orðið tæknilega og tískulega úrelt).
Klifurbelti eru hönnuð til að þola þau átök sem verða í klifri, ekki einusinni eða tvisvar, heldur aftur og aftur og aftur. Ef það væri ekki þannig væri annar hver sportklettaklifrari dauður!

Og það er líka satt sem K.Klingon segir. Prófanir sína að gamalt nælon er enn nógu sterkt. Hinsvegar verður þróun í hönn. Línur í dag er t.d. mun flottari græjur en línur fyrir xx árum og xx ára gömul lína hefur mist þá teygju eiginleika sem hún þó hafði ný. Sling veikjast í sól og hita og við það að vera úti. Ekki síga á upplituðmum slingum.

Ef þetta væri þannig að þetta drasl væri ónýtt eftir 2 – 3 ár (á við um mikið notaðar línur (sprotklifur)) þá væri ekki mikið eftir af klifrurum, amk hefði Hardcore ekki efni á þessu sporti.

Hitt er svo annað mál að maður ætti að vera mjög passífur á hvað maður er að kaupa gamalt. Allt nælon, hjálmar oþh ætti maður almennt ekki að kaupa notað, einfaldlega vegna þess að maður veit ekki hvað hefur verið gert við það.

Í þessu eins og öðru verða menn að nota heilbrigða skynnsemi (sem reyndar er ekki allra). Auðvitað setja þeir sem framleiða búnað upp mjög strangar reglur og auðvitað reyna þeir sem hafa atvinnu af því að nota þennan búnað að fylgja þeim. Og auðvitað á maður að vera með nýtt og flott dót. En einhverstaðar verður að vera millivegur – geymum bókastafstrúnna fyrir presta og þessháttar pakk og förum frekar að nota þetta dót.

Og hvað Tod Skinner varðar þá voru félagar hans ítrekað búnir að segja honum að fá sér nýtt belti, ég geri ekki ráð fyrir að það hafi verið vegna þess að þeim fannst beltið hans ljót. Líklega frekar vegna þess að það hafi verið farið að sjá verulega á því. En Tod Skinner klifraði líklega álíka mikið á einu ári og allir félagar Ísalp til samans. Þannig að þetta dæmi er svona frekar hæpið til viðmiðunar þó að það sé vissulega þörf áminning (frekar dýru verði keypt þó).

Og svo skilur Hardcore bara alls ekki hvernig PVC gallinn hans Árna komst inn í þessa umræðu.

P.s. Hardcore fékk að nota innskráninguna hans Ívars Sófacore, því hann er bölvuð kelling og notar hana ekki sjálfur og Hardcore hefur verið sviptur ríkisborgarararétt og þar með kennitölu. Takk fyrir það Softarinn þinn!