Re: Re: Klifurbelti til sölu.

Home Umræður Umræður Keypt & selt Klifurbelti til sölu. Re: Re: Klifurbelti til sölu.

#55697
Karl
Participant

Skíðavertíðin hjá mér endaði 2. jan sl.
Mætti á Telemarkfestival spelkaður á 130cm stubbum og gömlu fjallaskíðaskónum. -Braut annan skóinn þegar ég smellti.
Fór á skíði um páskana, vopnaður mjúkum, nýjum 165cm kellingaskíðum og á 20 ára gömlu svigskíðaklossunum sem höfðu staðið smelltir út í skúr skíðan 1996. Braut báða skóna þegar ég var að troða mér í þá….
-Eins gott að gamli hjálmurinn er týndur!

En þar sem þessi þráður virðist vera að rústa sölumöguleikum á þessu líka fína belti, er rétt að minna á að öryggisbelti í bílum og flugvélum eru úr samskonar vefnaði og klifurbelti og slingar. Aldrei hef ég heyrt minnst á að skipta eigi út öryggisbeltum í bílum og flugvélum með reglulegu millibili.
Minnir að í testi sem gert var hér fyrir margt löngu hafi gamlar línur haft sambærilegan brotstyrk og nýjar en mikið minna þanþol og teygjanleika.
Styrkur undir stöðugu átaki var sá sami, en gömlu línurnar gátu ekki dempað högg með sama hætti og nýjar línur.
-ég á 27 ára gamlan bíl… -ætti ég að setja screamer á öryggisbeltin…

Eða eins og fjallað er um línur í afgamalli bók um fjallamennsku:

This is the tale of Sammy Shand
who bought his ropes all second hand
not knowing that inside they frayed.
And so poor Sammy was dismayed
when on an ice-ledge he was trapped
just at the time his lead rope snapped.
He fell far, -flying round and round
Until he plunged into a deep bergschrund.
Andi in that crevasse is Sammy´s grave.
-The cost of burial was all he saved…