Re: Re: Ísaðstæður 2011-2012

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Re: Ísaðstæður 2011-2012

#57109

Klifraði Hrynjanda í gær og hann er í aðstæðum líkt og Spori. Samt töluvert ennþá af rennandi vatni á bakvið ísskelina.

Við James reyndum að fara í Villingadal í dag. Vegurinn yfir Geldingadraga er ófær og fengum við að kenna á því en við pikkfestum bílinn og honum varð ekki haggað fyrr en hjálp mætti á svæðið. Vegagerðin ætlar ekki að moka veginn fyrr en á sunnudag í fyrsta lagi.

Eftir fýluferð á Dragann fórum við inn í Brynjudal og kíktum inn í Flugugil. Þar var allt fullt af snjó en minna af ís.
Það hefur aðeins bætt í ísinn í Múlafjalli síðan að Robbi setti inn mynd þó enn séu flestar leiðir frekar þunnar.

Kv. Ági