Re: Re: Hvað er að frétta af ísfestivali.

Home Umræður Umræður Almennt Hvað er að frétta af ísfestivali. Re: Re: Hvað er að frétta af ísfestivali.

#58171
Arni Stefan
Keymaster

Við í stjórninni erum einmitt búin að vera að skoða málið.

Eins og staðan er núna er ólíklegt að farið verði í Kinnina. Höfum reynt að ná í Hlöðver, bóndann á Björgum, án árangurs, en viljum endilega heyra í honum áður en við sláum Kaldakinn út af borðinu.

Við höfum verið að horfa aðeins á Vestfirðina núna, annaðhvort Ísafjörð eða Bíldudal.

Hvað sem því líður viljum við eftir fremsta megni komast hjá einhverri frestun, enda líklega ekkert fengið með því að bíða eina viku.

Málið ætti vonandi að skýrast á morgun eða hinn.