Re: Re: Hraundrangi -uppáferðasaga

Home Umræður Umræður Almennt Hraundrangi -uppáferðasaga Re: Re: Hraundrangi -uppáferðasaga

#57859
Sissi
Moderator

Ókei, ég skal ríða á vaðið. Reyndar nokkur ár síðan og maður er ekki alveg sure á þessu.

Ísalp ferð ágúst 2005, á toppinn fóru:

Rúnar Pálmason
Skarphéðinn Halldórsson
Steinar Sigurðsson
Sveinn Friðrik Sveinsson
Þórður Bergsson

Viss á þessum fimm. Skrifaði einhversstaðar hjá mér að átta manns hefðu toppað, trúlega líka gaur sem heitir Sigurjón, náungi sem var í eldri kantinum og hét líklega Broddi – var aktífur á Ísalp á tímabili, og sennilega náungi sem hét Calle.

Það voru örugglega í kringum 16 í ferðinni, helmingurinn fór upp og við vorum að hreinsa og drullast niður síðustu menn um miðnættið. Böbbi var umsjónarmaður ferðarinnar ef ég man rétt og Doddi leiddi. Eftirminnilegt þegar ég seig úr miðjustansinum og einn fleygurinn ping-aði út.

http://www.isalp.net/greinar/6-laestar-greinar/366-Hraundranginn%202005.html

Sissi