Re: Re: Ferðaþjónustan – gistináttaskattur

Home Umræður Umræður Almennt Ferðaþjónustan – gistináttaskattur Re: Re: Ferðaþjónustan – gistináttaskattur

#57243
Karl
Participant

Spurning hvort greiða verði gistináttagjöld í Bratta og Tindfjallaskála?

Það að Ferðafélagið verði undanþegið gistináttagjaldi er nokkuð skondið.
Ferðafélagið segist ekki stunda ferðaþjónustu og hefur tekist að koma sér undan ábyrgðum og trygginga og uppgjörsskyldu vegna ferðaskrifstofuleyfa sem allir aðrir þurfa að uppfylla.
Nú hefur ferðafélagið einnig náð að koma sér undan gistináttagjaldinu og skondið að þeir sem gista í Landmannalaugum þurfa ekki að greiða gjaldið en þeir sem gista í Landmannahelli þurfa að greiða það?

Hin hliðin á Ferðafélaginu er að það telur sig ekki eiga samleið með öðrum útivistarfélögum og hefur sagt sig úr Samtökum Útivistarfélaga.

Af þessu má ætla að FÍ eigi hvorki samleið með útivistargeiranum né ferðaþjónustunni.

Ætli þeir eigi höfði sínu að halla hjá Félagi Bókaútgefenda eða Bingósamtökum Lýðveldisins?