Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll › Re: Re: Bláfjöll
20. desember, 2011 at 20:53
#57247

Meðlimur
Þriðjudagur 20. des.
Seinni part sunnudags gerði hér mikla snjókomu. Um kvöldið blotnaði í þessu og fraus fljótlega saman aftur. Þarna er kominn góður grunnur og loksins hægt að skíða utanbrautar með einhverju öryggi.
Veðrið er eins og það er á SV horninu, lokað s.l. tvo daga, reyndar vegna ýtinga í gær ekki veðurs, en í dag náðum við að hafa opið frá 17-21. Engin svikin af því að mæta í Fjallið. Líklega lokað á morgun en við fáum bara enn meiri snjó í staðinn. Hér er ekkert staðviðri eins og í Hlíðarfjalli en á móti þá er náttúrulegur snjór utan sem innan brauta.
Kv. Árni Alf.