Re: Re: Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57759
0801667969
Meðlimur

16 maí 2012 kl: 15:00

Sama bongóblíðan komin aftur eftir nokkurra daga norðan hvassviðri og kulda. Hér er hægviðri og heiðskýrt. Talsvert frost í nótt en sólbráðin er búin að mýkja þetta nokkuð vel.

Kl. 17:00 byrjar hér brettasession. Búið er að byggja alls konar palla, risastóra og smáa og rail, box og rör eru komin á nýja staði í Fjallinu. Kóngurinn verður keyrður og getur hver sem er nýtt sér það (reyndar gegn 2000 kr. gjaldi, sjá nánar heimasíðuna). Opið til 21:00

Annars minir þetta meira á sólarströnd en skíðasvæði. Uppi í brettagarði eru sólhlífar, borð og stólar og skíðað er undir dynjandi músík einhvers DJ Danna. Og veðrið gefur Kanarí ekkert eftir.

Kv. Árni Alf.