Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll › Re: Re: Bláfjöll
18. apríl, 2012 at 10:53
#57681

Meðlimur
18 apríl kl. 10:00
Já Ingimundur það var fallegt í kvöldsólinni í gær. Og ekki er þetta verra nú í morgunsólinni. Lítur út fyrir fallegan dag.
Það snjóaði örlítið í nótt og dró í hugsanlega brúklega skafla. Talsvert frost ennþá og smá gjóla. Á að lægja þegar líður á daginn. Sólbráðin ætti að fara að gera vart við sig uppúr hádegi með fínu færi.
Í austri er er orðið bjart yfir Heklu og Eyjafjallajökli. Annars lítur þetta býsna vel út næstu daga.
Kv. Árni Alf.