Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll › Re: Re: Bláfjöll
17. apríl, 2012 at 10:19
#57675

Meðlimur
17 apríl kl. 10:00
Alveg glerfínt veður, léttskýjað og logn. Enn tveggja stiga frost og harðfenni en sólbráðin fer að mýkja þetta. Reikna með eðalfæri uppúr hádegi.
Reyndar segir skýjahuluspáin að mögulega þykkni upp seinni partinn. Annars spáir léttskýjuðu og hægviðri næstu daga með talsverðu næturfrosti. Það ætti því að verða eðalfæri hvar svo sem menn skíða.
Og ekki ætti að vera amalegt að fara á gönguskíðum eitthvað með heitt á brúsa, samloku og súkkulaði.
Annars er einhver móða fyrir austan, á Suðurjöklum og Heklu en bjart í norðri.
Hvet menn til að nýta þessar góðu aðstæður.
Kv. Árni Alf.