Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll › Re: Re: Bláfjöll
14. apríl, 2012 at 14:05
#57671

Meðlimur
14 apríl kl. 14:00
Hér myglaði niður örlitlum snjó í morgun. Svo blotnaði aðeins í þessu. Gerði þá eitthvað sem ég kalla ágætt færi. Það er blautur snjór ofan á hörðu lagi. Annars hefur verið hálf grámyglulegt hérna í dag þó veðrið sé fínt.
Allt nýsnævið sem skíðað var í döðlu í gær er nánast óskíðandi. Svo sem ekkert ný saga. Bara finna sér óskíðað svæði.
Hrakviðri spáð a.m.k. í Bláfjöllum næstu daga.
Update kl: 17:00 Létti til og gerði þessa bongóblíðu uppúr kl. þrjú. Synd að þurfa að loka núna þegar þetta er loks orðið gullfallegt í síðdegissólinni.
Kv. Árni Alf.