Re: Re: Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57548
0801667969
Meðlimur

Sunnudagur 4. mars 2012 kl:8:00

Hér er logn, léttskýjað og frost 6 stig. Bendi mönnum á gönguskíðabrautirnar. Liggja um Strompana og út í Grindarskörð.

Stromparnir eru gullfallegir gígar hér rétt við bílastæðin. Um að gera að fara af skíðunum og leika sér í þessum gígum. Þarna eru líka stærðar holur sem gaman er að skoða.

Talsverður spotti er svo út í Grindarskörð. Þar er landslagið ævintýralegt. M.a. gígar af öllum stærðum og gerðum. Sama þar. Fara af skíðunum og skoða gíga og holur.

Ef veðrið helst gott þá er alveg þess virði að skoða þetta. Ekki sakar að hafa heitt á brúsa og smá nesti meðferðis.

Kv. Árni Alf.