Re: Re: Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57417
1709703309
Meðlimur

Þriðjudagur 24. janúar.

Annar fréttaritari þar sem Árni er forfallaður.

Gaman að vinna í Bláfjöllum þessa daganna. Þar snjóar dag eftir dag. Brekkurnar verða sífellt styttri vegna nýrra snjólaga, því miður er ekki hægt að færa lyfturnar ofan á ný snjólög. Sífellt minnkar plássið fyrir allan þennan snjó og langar mig að biðja fólk að taka eitthvað af honum með sér heim, geyma í frysti og koma með aftur í fjallið þegar okkur vantar, sennilega verður það í kringum 17. júní.

Dagurinn í dag var sérstaklega góður þegar flóðlýsingin naut sín seinni partinn og skíðamenn voru lausir við snjóblindu sem ríkti fyrri partinn. Það er betra að sjá aðeins þegar skíðað er í púðri upp fyrir axlir (miðað við fréttaritara) sem sagt upp að hné fyrir meðalmann. Búast má við ennmeiri snjókomu á morgun. Fylgist endilega með veðurspánni og takið ykkur frí í vinnunni eða skóla þið eigið það skilið.

Jafnframt er rétt að minna á hlut sem Árni hefur áður minnst á áður en það eru snjóflóð. Í dag var talsverðum tíma varið í að losa snjóhengjur, með troðara, sem hafa síðustu daga safnast vestan megin við Kóngslyftu (nýja stólalyftan). Þessi hengja var nánast samfellt útað suðursvæði, misdjúp þó. Úr henni hafa fallið nokkur flóð þ.á.m. eitt sem náði langleið niður að Ömmu dreka, sem er barnalyftan staðsett næst Gosanum á suðursvæði. Í hengjunni mátti finna laus snjólög 2 metra djúp ofan á hjarni, fínn kokteill það….