Re: Re: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar

Home Umræður Umræður Almennt Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar Re: Re: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar

#56228
Karl
Participant

Bjargsig, -er þess eðlis að menn“eru dottnir“ strax og þeir eru sestir í línuna. Það er því alla jafna ekki hætta á falli líkt og í klifri. Alla jafna er álag á búnað sem engöngu er notaður í sig, aðeins brot af því álagi sem verður í klifri við sæmilegt fall við háan fallstuðul.

Við sig í fuglabjörg er bráðsniðugt að nota svera og ódýra kaðla. Slíkir kaðlar eru lestaðir lítið á flatareiningu og verja sig mun betur en hlutfallslega strengdari 11 mm statiklínur.

Sjálfur hef ég oft setið í rólu í sigi. Ég er að sjálfsögðu líka í belti, en rólan tekur drjúgan hluta þungans og er haldið uppi af lyklakippukarabínum. Rólan er bara þunn krossviðarplata. Kraftarnir eru óverulegir og í sjálfur sér ekki meiri en á ísöxi við að klifrari pendúli.