Re: Re: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar

Home Umræður Umræður Almennt Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar Re: Re: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar

#56230
1506774169
Meðlimur

Það er himinn og haf milli okkar ágætu nylonkaðla í dag og gömlu hampvaðanna sem notaðir voru í Hælavíkur og Hornbjargi. Þá voru þeir kallaðir sigfestar og var tvíþættur kaðall, annar þátturinn grennri en hinn og voru aðskildir. Eins og Eyjamaðurinn lýsir voru þeir alltaf yfirfarnir að vori og grunn yfirferð fyrir sig en erfitt var að sjá hvort að mar væri í vaðnum. Mikið grjótfall var í þessum björgum og varð festin oft fyrir grjótbarningi á syllum án þess að menn tækju eftir því. Samt var mjög fátítt að slys yrðu af þessum búnaði. Helst urðu slys þegar menn urðu fyrir grjóthruni eða tengdu festina vitlaust við festaraugað en svo hét hringurinn á festarhaldinu (sigbeltinu) en það var nokkurskonar heilbelti. Utan á þessu voru menn síðan með svokallaða hvippu sem geymdi eggin og höfðu menn allt að 300 egg í hvippunni í lok hvers sigs sem er eflaust 1/2 þyngd nútímakonu.

Þessir menn hefðu líklega gefið að minnsta kosti einn handlegg fyrir þann búnað sem við höfum í dag í þessum bransa :)