Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Aðgengi að Spora › Re: Re: Aðgengi að Spora

Það er slæmt mál ef klifrurum verður meinaður þarna aðgangur, getur verið þrælgaman að skella sér í Spora og aðkoman og lengd frá Rvík frábær. Í þau skipti sem ég hef farið þarna hefur bóndinn alltaf verið mjög vinalegur og það á reyndar við um alla þá ábúendur sem maður hefur rætt við varðandi að fá að troða aðeins á landinu þeirra.
Er einhver hérna málkunnugur bóndanum að Fremra-Hálsi? Held það væri ráð að hafa samband við hann og fá upplýsingar um hvað veldur því að ekki var vel tekið á móti þessum aðilum og koma fram hans óskum um aðgengi rækilega hér á vefnum. Ef enginn þekki þarna til væri líklega best að e-r úr stjórn tæki þetta að sér.
Kveðja,
Gulli