Re: Re: Aðgengi að Spora

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðgengi að Spora Re: Re: Aðgengi að Spora

#57948
Arni Stefan
Keymaster

Við Haukur lentum í svipuðu atviki í fyrra. Við komum að bænum og bóndinn var að skafa frá bænum. Ég fór úr bílnum, bauð góðan daginn og spurði hvort og hvar við mættum leggja og hvort honum væri sama ef við klifruðum í landinu hans. Hann brást frekar illa við, ásakaði okkur um yfirgang og eitthvað. Mér hálf brá þar sem ég taldi mig hafa verið sæmilega kurteisan (var búinn að sjá hinn þráðinn sem Sissi vísaði í). Þá fattaði ég að ég hafði ekki kynnt mig með nafni, sem ég gerði og tók í höndina á bónda.

Hann hresstist við þetta, sagði okkur hvar hann vildi að við legðum bílnum og óskaði okkur góðrar ferðar eftir stutt spjall.

Þegar við fórum bönkuðum við uppá og þökkuðum fyrir okkur sem hann kunni greinilega að meta.

Ég vona að aðgengi okkar að fossunum hér nálægt borginni haldist og vona að allir séu meðvitaðir um að það er ekki sjálfsagt að fá að leggja við bæi og ganga yfir lönd bænda.