Re: Re: Aðgengi að Spora

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðgengi að Spora Re: Re: Aðgengi að Spora

#57947
Sissi
Moderator

Held að menn þurfi að passa sig alveg rosalega vel á að 1) tala alltaf við bóndann, 2) vera á eðlilegum tíma þarna, leggja ekki þar sem bíllinn er fyrir og ganga vel um og 3) vera mjög kurteisir.

Veit svo sem ekki hvað hefur klikkað þarna hjá félögum þínum, vona að þeir hafi ekki verið neitt stuðandi við kallinn, eða hvort þetta hefur tengst öðru liði sem hefur ekki talað við hann. Það hefur verið smá vandamál, sbr. þessi þráður

http://www.isalp.is/forum/7-is-og-alpaklifur-/12440-aegengi-i-haettu-vegna-bjanaskapar.html#12462

Aðgengismál munu verða meira og meira vandamál á næstunni fyrir útivistarfólk og því algjört lykilatriði að vanda sig mjög mikið.