Re: NÁMSKEIÐ ÍSALP / ÍFLM

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur námskeið Re: NÁMSKEIÐ ÍSALP / ÍFLM

#57669
2806763069
Meðlimur

Námskeiðið Almenn fjallamennska var haldið síðustu páska með 6 þátttakendum. James McEwan var leiðbeinandi og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að nemendur höfðu bæði gagn og gaman að. Síðan síðast hefur verið bætt einum degi við námskeiðið og var auka tíminn nýttur til að fara upp í Öræfajökul með tjöld, gista eina nótt og gera þar æfingar í snjó.

Fjallaskíðanámskeiði var einnig haldið á dögunum með 3 þátttakendum sem ættu nú að hafa grunn til að byggja á í mati á snjóflóðahættu, leiðarvali, notkun ýla og almennri umgengni og notkun á fjallaskíðabúnaði.

Nú er aðeins eitt ÍSALP / ÍFLM námskeið eftir – það er Jöklanámskeiðið þar sem farið er yfir ferðamennsku á jöklum frá A – Ö á tveimur dögum. Þetta námskeið verður haldið dagana 5. – 6. maí og það er enn laust pláss.

http://www.fjallaleidsogumenn.is/Namskeid/TourItem/240

Það er alltaf eitthvað um að einkahópar spyrjist fyrir um aðrar dagsetningar en þær sem við bjóðum upp á. Það er oftast ekkert mál að verða við þeim óskum og hópurinn þarf ekki að vera stór til að við getum boðið svipuð eða sömu verð og eru í boði almennt og fyrir ÍSALP félaga. Hvet alla sem eru í þessháttar pælingum að hafa samband.
Einnig höfum við getað aðlagað námskeiðin að sérþörfum þessara hópa – t.d. með því að tengja jöklanámskeið við ferð á Hvannadalshnúk eða taka fjallaskíði og snjóflóð með þriggja daga skíðun á Tröllaskaganum.

Við byrjum svo aftur á byrjun næsta haust með Ísklifurnámskeiðum.

Góðar stundir,
Ívar