Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Klifurjól – fínn mix-klettur neðst í Múlanum › Re: MaxMix í Múlafjalli
29. desember, 2007 at 01:11
#52125

Participant
Hæ
Við Robbi og Bjöggi renndum inn í Hvalfjörð í (gær)morgun í leit að ís. Enduðum í Múlafjalli, talsvert farið að myndast þar. Klifruðum tvær leiðir vinstra megin við Íste. Veit ekki hvað eða hvort þær heita en hafa vafalaust oft verið klifraðar áður.
Rákumst á 3 bolta á einum stað. Jóðluðum okkur upp í þann efsta með harmkvælum og sigum niður á bínu eftir fyrri tilraunir við leiðina. Ef e-r þekkir frekari deili á þessari leið væri gaman að fá að heyra.
Myndir vonandi þegar fram líða stundir.
Allez!
Skabbi