Re: lifbrauð Sigurðar Kára

Home Umræður Umræður Almennt Hálendisgangan kl: 17.00 Re: lifbrauð Sigurðar Kára

#47771
Karl
Participant

Það er nú málið siggi, -það þurfa allir vinnu.
Þetta hugsuðu líka kommarnir í sovétinu forna og fóru á alsherjar þungaiðnaðartripp því fólk þurfti jú vinnu.
Þeir sem eru kommnir upp úr þessu kommahjólfari eru flestir hinsvegar búnir að átta sig á því að samfélög þurfa verðmætasköpun. Vinna án verðmætasköpunnar er til lengdar gagnslaus til framfærslu.
Slagurinn um Kárahnúkavirkjun snýst einmitt um verðmætasköpun Kárahnjúkavirkjunar. Arðseminn af þeirri framkvæmd er með þeim eindæmum að jafnvel fjármálastjóru LV meðgekk að ekkert einkafyrirtæki myndi leggja pening í virkjunina ef það ætti að hafa sitt lifibrauð af raforkusölunni. Slík er nú verðmætasköpunin.
Og þegar einnig er verið að fórna gríðarlegum náttúruverðmætum sem nýst geta á komandi tíð til verðmætasköpunnar án mikilla fjárfestinga þá er mér ófært að sjá ljós verðmætasköpunarinnar kvikna á stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar.
Ef þú hinsvegar sérð framtíðina í þeim svarthvíta tón að vinna í kerskála eða ella tína hundasúrur þá átt þú eindregið að fylgja þinni sannfæringu og taka þann kostinn er þér þykir vænlegri.
Við sem sjáum lífið í lit og ætlum hvorki í kerskála eða hundasúrur veðjum samt á fegurð og arðsemi þegar það fer saman, -án þess að gera okkur nokkrar vonir um listamannalaun. Slíkt hét í mínu umdæmi að vera hefðbundinn kapítalist sem mér finnst alltaf vera hrósyrði.