Re: Grafarfoss 11 des.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Grafarfoss 11 des.

#57138
Otto Ingi
Participant

Ég, Biggi og Arnar fórum í Grafarfoss í dag. Fórum upp lengst til hægri (orginalin held ég að það heiti). Skiptist á að vera ágætis ís og einhverskonar ís/sykursnjó skel og innan við bara bunandi fossinn. Erfitt að tryggja þar sem þessi skel var en ísinn virtist vera betri eftir því sem maður fór lengra til vinstri.

Þarna voru líka einhverjar gamlar kempur sem voru að halda upp á 25 ára afmæli frá því að þeir klifruðu Grafarfoss í fyrsta skipti. Kann nú ekki að fara með nöfnin á þeim en þeir sögðu að þeir hefðu sjaldan farið þarna í jafn miklum ís. Fylgdi reyndar ekki sögunni hvernig aðstæðum þeir hafa farið í fossinn hingað til.

síðan tókum við eitt rennsli í top rope fyrir miðjum fossinum (veit ekki hvort sú leið heitir eitthvað), þar var ísinn miklu betri en líka lóðréttara klifur og erfiðara.