Re: Glymsgil annan í jólum

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Glymsgil annan í jólum

#57268
Siggi Tommi
Participant

Fór ásamt Berglindi og Sædísi í Glymsgil í dag.
Þæfingsfærð í Hvalfirðinum og sóttist ferðin seint. Snjórinn óþarflega mikill handan bílastæðisins og tók þrammið sinn tíma.
Vorum illa að okkur í aðkomunni þarna svo við villtumst aðeins en hafðist að lokum. Áin var hálffrosin eða rúmlega það – víða lokuð en stórar opnanir á köflum svo við skriðum yfir sumar snjóbrýrnar til öryggis. Komumst inn að Hval 1 að lokum og sáum glitta í Hval 2 og 3 og Glym sjálfan. Lögðum ekki í að fara lengra en nefið handan við Hval 1 því snjóbrúin þar var heldur mjó og við vissum ekkert hvað var þarna undir.
Skelltum okkur því bara í Hval 1 og var það gríðarleg snilld. Lítið af ís í fyrra spönn en klifrið temmilega þægilegt. Efri spönnin WI5- ca. með 55m af sknilldar fítusklifri. Fórum svo Þorsta til að toppa upp á brún og það var líka mikil snilld. Lentum í myrkri eftir leiðsluna og læti – rammvilltumst á leiðinni niður og það tók góða stund í myrkri og éljum enda allt á fokkíng kafi í snjó.

Spönnin, Krókur og Kelda í aðstæðum, hugsanlega Greenpeace. Hægt að fara Hval 2 en hann er sketchy, Hvalur 3 bara með einstaka bunka og illfær. Sáum ekki alveg nógu vel á Glym en það var haugur af ís þarna og hugsanlega hægt að fara Þrym eða orginalinn. Veit ekki alveg með að labba þarna inn en kannski fínt að síga niður skrímslið.

Mæli meðessu!

Myndir komnar á Picasa