Reply To: Ísklifuraðstæður 2023-2024

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2023-2024 Reply To: Ísklifuraðstæður 2023-2024

#84246
Sissi
Moderator

Fór í Múlafjall 3. desember ásamt Freysa og Ága. Þar var þvílíkt teymi, Robbi, Siggi Tommi, Stebbi Kalli, Ottó, Palli og Hallgrímur. Tvö til viðbótar sem ég þekkti ekki. Boltuðu leiðirnar mjög fínar, og eitthvað þarna lengst til vinstri klifranlegt með skrúfum.

Fórum aftur 9. des, ég, Freysi, Eyvi, Haukur Már, Ági og Þórhildur. Stígandi virkaði mjög ræfilslegur frá vegi. Fórum aftur í Testofuna, aðstæður eiginlega nákvæmlega eins. Virðist lítið sem ekkert rennsli vera þessa dagana.

Freyr setti tvo hringi fyrir ofan Helga, topp akkeri þar. Einnig setti hann hring fyrir ofan bratta kaflann í Fyrirburanum (ef ég les þetta rétt).

Skemmtilegt að þið fóruð í Weird Girls Gunnar Már, lítið farin leið sem er skemmtileg á skemmtilegum stað. Við vorum í spotta-öryggisgæslu fyrir danshópinn Weird Girls á þakinu á Höfðatorgi heilan dag fyrir ca. 15 árum í skítakulda og skutumst svo í hana í enn meiri skítakulda um kvöldið og skráðum, hún var fyrst farin löngu fyrr samt af öðrum (sjá topo).

Sá líka að Palli og Hallgrímur fóru í Grafarfoss á sunnudag, svo hún virðist vera dottin inn. En eftir morgundaginn spáir rigningu og hita.

  • This reply was modified 1 year, 3 months síðan by Sissi.
  • This reply was modified 1 year, 3 months síðan by Sissi.