Reply To: Boltun klifurleiða komin í öfga?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Boltun klifurleiða komin í öfga? Reply To: Boltun klifurleiða komin í öfga?

#74189
Siggi Richter
Participant

Já þú meinar, skil þig. Gott að vita, ég var einmitt ekki viss hversu mikið væri vitað um leiðirnar og pælinguna bak við svæðið. En þetta gæti klárlega verið fínasta svæði. Þar sem þetta snýr í norður þarf eitthvað að skrúbba svæðið, en stór hluti klettanna er skraufaþurr og hentar vel í klettaklifur, ég fór eina nýja leið þarna (meir og minna bara með axirnar klipptar á beltið) og fannst þetta ótrúlega svipað bara klifrinu í Stardal. En svo eru líka línur á milli sem henta eflaust mun betur í mix. Þetta er allavega svæði sem þarf endilega að skoða betur, og það gæti einmitt verið hlutverk einhversskonar umræðu/þings, að taka ákvarðanir um hvað slík svæði henta best í og hvernig best er að standa að því 🙂