Reply To: Boltun klifurleiða komin í öfga?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Boltun klifurleiða komin í öfga? Reply To: Boltun klifurleiða komin í öfga?

#74185
Jonni
Keymaster

Það kemur ekki mikið á óvart að það passi ekki allt alveg 100% á þessum sector. Matteo fann þetta korteri fyrir prentun á ársritinu þar sem leiðarvísirinn af Múlafjalli kom út. Ég, Matteo og Marco fórum að prófa þessar leiðir og við rétt náðum að bæta þeim og öllum sectornum við leiðarvísinn áður en ársritið var prentað. Mín upplifun af þessum sector var að þetta væri bara hálfnað verk sem átti eftir að klára. Þetta gæti orðið flottur sector hvort sem að hann endar sem sport/trad sector eða mixed/dry sector. Persónulega held ég að hann henti betur sem mixed/dry því að bergið virkaði á mig að það væri mjög oft rakt eða blautt og ekkert svo fast í sér en ég er heldur ekki með mjög fasta skoðun á þessu. Það gæti vel verið að þessi sector henti betur sem sport/trad en hvort sem það nú verður þá þarf að taka til á svæðinu.